Tag Archives: Umræður

Héraðsþing Gullbringu og Kjalarness 13. okt. 2017

myndmerki

Um helgun lands, vætti og eign Héraðsþing hófst á almennri umræðu um hvort ræða þyrfti sérstaka skilgreiningu á hugtakinu eign. Minnst er á eign og eignarrétt í Stjórnarskrá Þjóðveldis en ekki skilgreint sérstaklega hvað eign er. Gefið er óbeint í skyn í stjórnarskrá að skilgreina mætti hugakið betur í lagalegu samhengi og þá með tilliti til vægis á milli hagsmuna samfélags annars vegar og einstaklings hins vegar. Framangreind atriði komu … Lesa meira


Júlíþing í héraði 2017

IMG_00641

Héraðsþing var haldið föstudaginn 21. júlí 2017.  Á málefnaskrá voru tvenn atriði, áframhald utanríkissamskipta og þróun Silfurdals. Bæði þessi mál hafa verið á málefnaskrám Héraðsþinga síðan í október 2016 og er áframhaldandi þráður. Enn er verið að þróa diplómatísk samskipti og nú við tvö erlend ríki en samskiptin eru ekki komin á það stig að rétt þyki að gefa opinbera skýrslu um stöðu mála heldur dugar sú umræða sem fram … Lesa meira


Sumarsólstöður 2017 og gjaldmiðill Þjóðveldis

IMG_00641

Eins og fram kemur í greininni Héraðsþing í janúar 2017 hefur talsvert verið rætt innan Þjóðveldis um upptöku gjaldmiðils fyrir ríkið. Á héraðsþingi í apríl 2017 var mest rætt um þessi mál ásamt utanríkismálum. Ekki þótti ástæða til að færa inn sérstaka færslu á nyttland.is eftir umræður apríl þings þar eð umræðuefnin voru í aðalatriðum þau sömu og rædd voru á janúar þingi. Rætt var hvað gert hefði verið í utanríkismálum og … Lesa meira


Héraðsþing í janúar 2017

IMG_00641

Stjórnarskrá Þjóðveldis tilgreinir að héraðsþing séu haldin ársfjórðungslega og er mælt með að það sé gert í janúar, apríl, júlí og október ár hvert. Þar sem Þjóðveldi er fámennt og fundir eru haldnir mjög oft hefur þessu verið fylgt óformlega og sumir fundir verið notaðir til að ræða formleg málefni Þjóðveldis og þá verið haldnir sem héraðsþing. Oft hafa hin formlegu málefni verið frekar notuð til að staðfesta umræður, ályktanir og … Lesa meira


Umræða um Mannréttindaviðauka

IMG_00641

Nýlega var lögð fram til umræðu innan Þjóðveldis, tillaga að Mannréttindaviðauka, í samræmi við það sem stjórnarskrá hefur kveðið á um. Ekki er búið að klára umræðu um þessa tillögu né gera ályktun eða kosningu. Meðan tillagan er til umræðu liggur hún frammi á vef Þjóðveldis og er opin – staðfestum borgurum – til að tjá sig um. Sérstaklega eru borgarar hvattir til að tjá sig um þessa tillögu, hvort … Lesa meira