Héraðs og Allsherjarþing, júlí 2021

Ákveðið var í febrúar 2021, í rafrænu umræðuferli, að endurskoða Stjórnarskrá Þjóðveldis með tilliti til heilsufarsaðgerða af hálfu ríkisins.

Lauk þeirri umræðu með allsherjar atkvæðagreiðslu þann 4. júlí 2021, með hundrað prósent samþykki og hundrað prósent mætingu; Breytt var 28. grein Stjórnarskrár og er breytingin samstundis virk.

Einnig fór fram umræða meðal þingmanna Þjóðveldis dagana 18. til 25. júní 2021 að setja þyrfti lög sem tilgreina með skýrum og auðskildum hætti hver sé Þjóðveldisdagurinn. Margt hefur verið ritað og rætt um þennan dag allar götur síðan Þjóðveldi var endurreist sumarið 2013, óþarfi er að málalengja þá umræðu frekar þ.e. hún er öll skráð ýmist á vef Þjóðveldis og einnig í hugleiðingum Guðjóns E. Hreinberg í myndskeiðasafni.

Lög um Þjóðveldisdaginn hafa verið sett, samanber aðra færslu.

 

This entry was posted in Ályktanir og þing and tagged , . Bookmark the permalink.

Comments are closed.