Fundir

Fundirnir okkar snúast um tvennt. Annars vegar að læra og hins vegar að spjalla um lausnir og úrræði. Grunnurinn er þessi; hver er menning okkar og hvernig samfélag viljum við þróa saman.

Allar skoðanir og viðhorf eru rædd og allir geta lagt til máls. Nýtt land er byggt á nýrri hugsun. Ný hugsun hlýtur að byggjast á stoðum Þekkingar, Skilnings og Samræðu.

Ný hugsun krefst nýrra aðferða, nýrrar nálgunar, nýs skilninggs. Nýtt hlýtur að vera eitthvað sem ekki hefur sést áður. Við erum ekki á móti neinum, ætlum ekki að fella neinn, ætlum ekki að berjast við eitt eða neitt.

Við erum að pæla í lýðræði og pæling krefst samræðu og lærdóms: sem er aðall menningar.

Comments are closed.