Tilkynning um héraðsþing í janúar 2019

Héraðsþing Reykjaness verður sett föstudaginn 18. janúar næstkomandi. Ekki hefur borist tilkynning frá öðrum héraðsþingum fyrir janúar. Reykjanesþing er eina virka héraðsþing landsins um þessar mundir sem lýst hefur fylgni og hollustu við stjórnarskrá Þjóðveldis.

Hver sem er getur skipulagt héraðsþing í sínu héraði en til að þing sé sett þarf að auglýsa það opinberlega á viðurkenndan hátt eða á þeim vettvangi sem ríkið notar fyrir eigin lögbirtingu.

Til að teljast héraðsþing í Þjóðveldi Íslands þarf þingið að taka upp stjórnarskrá þess, einhuga. Einnig þarf þingið að vera virkt samkvæmt viðmiðum stjórnarskrár og þeirra hefða sem héraðsþing og allsherjarþing hafa myndað frá endurstofnun ríkisins sumarið 2013.

 

This entry was posted in Tilkynningar. Bookmark the permalink.

Comments are closed.