Lög um Þjóðveldisdag

Í júní var einróma samþykkt af öllum þingmönnum Þjóðveldis eftirfarandi lög og hafa frá 4. júlí 2021 talist samþykkt af Allsherjarþingi:

  • Þjóðveldisdagurinn er stofndagur Þjóðveldis og afmælisdagur þeirrar þjóðar sem varð til með formlegum hætti á fimmtudegi við sumarsólstöður sumarið 930.
  • Þetta er sá dagur sem Þjóðveldi eldra og Endurreist Þjóðveldi voru stofnsett, en reikniregla fyrri daga kann að vera önnur en hér er lögfest.
  • Frá og með sumarsólstöðum 2022 er Þjóðveldisdagurinn ætíð fyrsti fimmtudagur á eftir sumarsólstöðum.

Viðbótarskýring: Beri sumarsólstöður upp á fimmtudegi, telst sá fimmtudagur fyrsti fimmtudagur á eftir sumarsólstöðum.

 

This entry was posted in Lagasafn and tagged . Bookmark the permalink.

Comments are closed.