Allsherjarþing 2016

Í desember 2016 var haldið Allsherjarþing Þjóðveldis, eða Alþingi. Ýmis stjórnarskráratriði voru rædd, s.s. varðandi staðfestingu borgara, kosningarétt og þingsókn á héruðum, eignarhald útlendinga á eignum hérlendis, og aðild ríkisins að alþjóðasamningum.

Síðasta atriðið var sérstaklega rýnt með tilsjón til hegðunar „Lýðveldisins Ísland frá 1944.“

Ræddur var undirbúningur sem hófst á Héraðsþingi í október, að mótun farvegs til utanríkissamskipta og stefnumörkun rædd ásamt markmiðum.

Kosinn var fyrsti Lögsögumaður Endurreists Þjóðveldis. Hlaut einróma kosningu Ragnar Sigurðsson Proppé til þriggja ára (samkvæmt stjórnarskrá).

Staðfest var rafræn kosning sem fram fór í október-nóvember 2016, til umsjónarmanns Upplýsingastofnunar en Guðjón E. Hreinberg var einróma kosinn til þeirrar þjónustu til þriggja ára.

Tekur kosning þeirra beggja gildi frá og með desember 2016. Bæði þessi þjónustu-embætti eru byggð á stjórnarskrá Þjóðveldis. Frestað var að ákvarða launa- og ráðningarsamninga fram til almanaksársins 2017.

Mannréttindaviðkauki við Stjórnarskrá Þjóðveldis var ræddur ítarlega og samþykktur einróma. Gerðar voru stafsetninga-breytingar á tveim orðum og einni setningu breytt í orðavali en ekki efnislega. Fullnaðarstaðfestingu var vísað til Héraðsþinga í janúar 2017.

 

 

This entry was posted in Fréttir and tagged . Bookmark the permalink.

Comments are closed.