Fólskuleg árás á Lögsögumann Þjóðveldis

Þann 9. október 2017 varð Lögsögumaður Þjóðveldis, Ragnar S. Proppé fyrir fólskulegri líkamsárás. Tveir þekktir sakamenn, sem oft hafa komist í kast við Valdstjórn Lýðveldisins, veittust að honum og börðu hann.

424692_3274879760179_601904408_nVar honum m.a. hótað lífláti með hamri. Ekki er ljóst hvort hótuninni hefði verið fylgt eftir er að var komið og árásin stöðvuð. Annar árásarmanna hefur áður verið viðriðinn morðmál. Nöfn mannanna verða ekki birt að sinni.

Líðan Ragnars er eftir atvikum og hefur hann notið umönnunar fjölskyldu og vina síðustu daga.

Ekki hefur verið tekin ákvörðun af hálfu Þjóðveldis – sem með réttu getur kallað sig Íslenzka ríkið – hvernig tekið verður á þessum hrottalega glæp. Ekki liggur fyrir hvort árásin verður kærð innan Lýgveldisins (en allir borgarar Þjóðveldis hafa samkvæmt stjórnarskrá full borgaraleg réttindi í Lýðveldinu).

Stjórnarskrá Þjóðveldis tiltekur hvernig stofnað skuli til lögreglu- og dómsvalds en þar sem Þjóðveldið er enn mannfátt, og friður hefur ríkt innan þess og borgarar þess að mestu látnir í friði, hefur enn ekki þótt nauðsynlegt að útfæra þessi stjórnlög nánar.

Lögsögumaður Þjóðveldis er æðsta embætti Íslenzka ríkisins. Embætti sem stofnað var til á sumarsólstöðum árið 930 – allir lögsögumenn ríkisins eru þekktir frá upphafi. Ekki þarf að útskýra þungann sem að baki þessu liggur. Um sambærilegan glæp er að ræða og ef Forseti Lýðveldisins yrði fyrir líkamsárás.

Þar sem ekki hefur verið stofnað til viðeigandi stofnana til að rannsaka og meðhöndla glæpinn er of snemmt að segja til um frekari framvindu. Fyrir liggur að samþykkt verði lög á héraðsþingum nú í október 2017 um starfsemi Allsherjarþings.

Vitað er að rædd verður sú tillaga að Allsherjarþing taki að sér bráðabirgðaútfærslu á löggæslu og dómum, eða þar til sett hafa verið almenn hegningarlög og lög um framkvæmd löggæslu og útfærslu á þessum tvennum þáttum ríkisins.  Ekki þarf að tíunda alvarleika þessa máls.

Rétt þykir að minna á til umhugsunar að Stjórnarskrá Þjóðveldis leyfir útlegðardóma en útlegðardómur jafngildir því að hinn dæmdi nýtur engrar lagaverndar á meðan á útlegð stendur. Engin fyrningarlög eru til í Þjóðveldi að svo komnu máli.

Sem fyrr segir þá þykir ekki rétt að birta nánari upplýsingar að þessu sinni um þann glæp sem var framinn. Eins og útskýrt er hér að framan verða allir fletir þessa alvarlega máls ræddir á komandi héraðsþingum og að lokum lagt fyrir Allsherjarþing að ákveða um framhaldið.

Rannsókn málsins er enn á frumstigi og er ekki vitað á þessu stigi málsins hvort leyndir valdaþræðir í Lýðveldinu eigi hlut hér að máli eða hvort um var að ræða handshófskennt ofbeldisverk. Borgurum Þjóðveldis – og öðrum velunnurum þess – er ráðlagt að gæta stillingar.

 

 

This entry was posted in Fréttir. Bookmark the permalink.

Comments are closed.