Nýjast efst

 

Af opinberum útgáfum þinga

IMG_00641

Á héraðsþingi í janúar 2019 voru allir Alþingismenn Þjóðveldis staddir. Farið var vandlega ofaní reikningsstuðla og forsendur fyrir því hvernig við tækjum upp Silfurdal – sem áður hefur verið lögfestur sem gjaldmiðill ríkisins – og hvernig það væri útfært. Í kjölfarið spannst umræðan þannig að ákveðið var að gefa ekki þessar reiknireglur út á vefnum að sinni og að jafnframt yrðu þing Þjóðveldis 2019 og 2020 haldin óformlega og þegar … Lesa meira

 

Tilkynning um héraðsþing í janúar 2019

IMG_00641

Héraðsþing Reykjaness verður sett föstudaginn 18. janúar næstkomandi. Ekki hefur borist tilkynning frá öðrum héraðsþingum fyrir janúar. Reykjanesþing er eina virka héraðsþing landsins um þessar mundir sem lýst hefur fylgni og hollustu við stjórnarskrá Þjóðveldis. Hver sem er getur skipulagt héraðsþing í sínu héraði en til að þing sé sett þarf að auglýsa það opinberlega á viðurkenndan hátt eða á þeim vettvangi sem ríkið notar fyrir eigin lögbirtingu. Til að … Lesa meira

 

Héraðs- og Allsherjarþing í október 2018

myndmerki

Eins og fram kemur í auglýsingu fyrir Októberþing, er aðeins eitt héraðsþing starfandi innan Þjóðveldis. Þegar Allsherjarþing var síðast haldið – í júní 2018 – var ákveðið meðal þingmanna að Júlíþing félli niður þar sem öll helstu mál voru rædd á Alþingi og engin pressandi málefni órædd fram að héraðsþingi í október. Að þessu sinni var þing haldið 17. október 2018 og kom Alþingi saman á Héraðsþingi Reykjaness. Þingið að … Lesa meira

 

Tilkynning um Héraðsþing í október 2018

IMG_00641

Héraðsþing verða haldin samkvæmt tilmælum stjórnarskrár í október 2018. Héraðsþing Reykjaness verður sett miðvikudaginn 17. október kl. 1600. Einungis eitt þing er virkt innan Þjóðveldis um þessar mundir, því verður þingfundur Allsherjarþings haldið á sama þingi. Minnt er á að Þjóðveldi er samsett úr sjálfstæðum héraðsþingum sem lýst hafa yfir fylgni við stjórnarskrá þess. Héraðsþing Þjóðveldis eru öllum opin, en ekki Allsherjarþing. Einungis staðfestir og virkir borgarar Þjóðveldis hafa atkvæðisrétt … Lesa meira

 

Allsherjarþing júní 2018

myndmerki

Í samræmi við ályktun héraðsþinga í október 2017 var ákveðið að auglýsa Allsherjarþing í júní 2018 og setja þinghelgi á fimmtudegi viku fyrir sumarsólstöður en sumarsólstöður 2018 falla á fimmtudag þann 21. júní og var þinghelgi sett þann 14. júní. Á efnisskrá voru fyrst og fremst þrjú atriði. Að taka fyrir afsögn Ragnars Sigurðssonar Proppé sem lögsögumaður Þjóðveldis, stofnun Héraðsþings Reykjaness og snið opinberra tilkynninga og setningu þinga. Fyrsta Í … Lesa meira

 

Tilkynning um Alþingi 2018

IMG_00641

Í samræmi við ályktanir frá héraðsþingum 2017 verður Allsherjarþing Þjóðveldis haldið 14. júní næstkomandi kl. 1600. Þáttaka á Alþingi er einungis opin borgurum Þjóðveldis og í samræmi við stjórnarskrá og ákvarðanir Héraðsþinga. Nánari upplýsingar hjá Guðjóni Hreinberg og Ármanni Guðmundssyni.  

 

Héraðsþing Gullbringu og Kjalarness 13. okt. 2017

myndmerki

Um helgun lands, vætti og eign Héraðsþing hófst á almennri umræðu um hvort ræða þyrfti sérstaka skilgreiningu á hugtakinu eign. Minnst er á eign og eignarrétt í Stjórnarskrá Þjóðveldis en ekki skilgreint sérstaklega hvað eign er. Gefið er óbeint í skyn í stjórnarskrá að skilgreina mætti hugakið betur í lagalegu samhengi og þá með tilliti til vægis á milli hagsmuna samfélags annars vegar og einstaklings hins vegar. Framangreind atriði komu … Lesa meira

 

Fólskuleg árás á Lögsögumann Þjóðveldis

424692_3274879760179_601904408_n

Þann 9. október 2017 varð Lögsögumaður Þjóðveldis, Ragnar S. Proppé fyrir fólskulegri líkamsárás. Tveir þekktir sakamenn, sem oft hafa komist í kast við Valdstjórn Lýðveldisins, veittust að honum og börðu hann. Var honum m.a. hótað lífláti með hamri. Ekki er ljóst hvort hótuninni hefði verið fylgt eftir er að var komið og árásin stöðvuð. Annar árásarmanna hefur áður verið viðriðinn morðmál. Nöfn mannanna verða ekki birt að sinni. Líðan Ragnars … Lesa meira

 

Júlíþing í héraði 2017

IMG_00641

Héraðsþing var haldið föstudaginn 21. júlí 2017.  Á málefnaskrá voru tvenn atriði, áframhald utanríkissamskipta og þróun Silfurdals. Bæði þessi mál hafa verið á málefnaskrám Héraðsþinga síðan í október 2016 og er áframhaldandi þráður. Enn er verið að þróa diplómatísk samskipti og nú við tvö erlend ríki en samskiptin eru ekki komin á það stig að rétt þyki að gefa opinbera skýrslu um stöðu mála heldur dugar sú umræða sem fram … Lesa meira

 

Sumarsólstöður 2017 og gjaldmiðill Þjóðveldis

IMG_00641

Eins og fram kemur í greininni Héraðsþing í janúar 2017 hefur talsvert verið rætt innan Þjóðveldis um upptöku gjaldmiðils fyrir ríkið. Á héraðsþingi í apríl 2017 var mest rætt um þessi mál ásamt utanríkismálum. Ekki þótti ástæða til að færa inn sérstaka færslu á nyttland.is eftir umræður apríl þings þar eð umræðuefnin voru í aðalatriðum þau sömu og rædd voru á janúar þingi. Rætt var hvað gert hefði verið í utanríkismálum og … Lesa meira