Author Archives: Guðjón E. Hreinberg

Allsherjarþing 2016

myndmerki

Í desember 2016 var haldið Allsherjarþing Þjóðveldis, eða Alþingi. Ýmis stjórnarskráratriði voru rædd, s.s. varðandi staðfestingu borgara, kosningarétt og þingsókn á héruðum, eignarhald útlendinga á eignum hérlendis, og aðild ríkisins að alþjóðasamningum. Síðasta atriðið var sérstaklega rýnt með tilsjón til hegðunar „Lýðveldisins Ísland frá 1944.“ Ræddur var undirbúningur sem hófst á Héraðsþingi í október, að mótun farvegs til utanríkissamskipta og stefnumörkun rædd ásamt markmiðum. Kosinn var fyrsti Lögsögumaður Endurreists Þjóðveldis. Hlaut einróma kosningu … Lesa meira


Umræða um Mannréttindaviðauka

IMG_00641

Nýlega var lögð fram til umræðu innan Þjóðveldis, tillaga að Mannréttindaviðauka, í samræmi við það sem stjórnarskrá hefur kveðið á um. Ekki er búið að klára umræðu um þessa tillögu né gera ályktun eða kosningu. Meðan tillagan er til umræðu liggur hún frammi á vef Þjóðveldis og er opin – staðfestum borgurum – til að tjá sig um. Sérstaklega eru borgarar hvattir til að tjá sig um þessa tillögu, hvort … Lesa meira


Víkingaskjöldur og Skjaldarmerki

IMG_00641

Samþykkt var í umræðum sumarið 2016 að leita eftir snyrtilegri hönnun á Vikinga skildi eða orðu sem hægt er að sæma fólk sem tilefni er til að sýna sérstakan heiður. Samþykkt er að slíkur gripur sé smíðaður úr silfri – af gullsmið – og sé hver skjöldur sérsmíðaður eða merktur þeim sem hann hlýtur. Ekki var rætt að þessu sinni að enn er óhannað skjaldarmerki Þjóðveldis – sem ætla mætti að nyti forgangs eða … Lesa meira


Riftun Gamla sáttmála

myndmerki

Endurreist Þjóðveldi lýsir því formlega yfir að í fyrsta lagi hafi bæði Norska og Danska konungsríkið brugðist „Gamla sáttmála“ frá 1262-4 – þegar Þjóðveldið var lagt niður að undirlagi Danska Konungsríkisins árið 1662 og þegar Alþingi var leyst upp fáeinum árum síðar af Dönum og í öðru lagi þegar Danska konungsríkið kom á fölsku lýðræðisríki í skjóli stjórnarskrár sem rituð var að undirlagi og í krafti norsk-danskra valdhafa árin 1874 … Lesa meira


Staðfestir borgarar og óstaðfestir

myndmerki

Við lentum í þeim vanda, við umræður um 48ndu grein Stjórnarskrár Þjóðveldis frá 2015, að við vissum ekki fyrir víst hverjir væru staðfestir borgarar og hverjir ekki, og þá hverjir hefðu máls- og atkvæðisrétt á þingum. Það hefur verið stefna okkar síðan Þjóðveldið var endurreist á Þingvöllum við sumarsólstöður 2013, að forðast of mikla skráningu og skjölun – eða það sem kalla má skjalavald. Við höldum ekki formlega skrásetningu yfir … Lesa meira


Nýtt útlit á vef Þjóðveldis

IMG_00641

Í október 2016 var skipt um vefumsjónarkerfi. Hætt var notkun hins ágæta GetSimple vefkefis sem hefur gagnast okkur vel og sett upp WordPress kerfi sem hentar betur. Bæði kerfin eru góð þar sem þau eiga við. Kröfur vefsins hafa aukist eftir því sem starfsemi Þjóðveldis hefur færst í aukana og fyrra vefkerfið hentar ekki nýjum kröfum. Þó er það gott kerfi þar sem það á við. Gamla útgáfa vefsins er ennþá … Lesa meira


Fánalög

myndmerki

1. Þjóðfáni Endureists Þjóðveldis er Hvítbláinn, sem kenndur er við Einar Benediktsson skáld. 2. Er fáninn valinn samkvæmt stjórnarskrá Þjóðveldis með lýðræðislegum hætti. 3. Ekki má draga Hvítbláann að hún frá sólarlagi til sólarupprásar. 4. Bera skyldi virðingu fyrir þjóðfána Þjóðveldis eftir almennu velsæmi, og má áminna þar um. 5. Allir borgarar Þjóðveldis geta dregið fána sinn að hún hvenær sem henta þykir frá sólarupprás til sólarlags. 6. Aðilum sem … Lesa meira